Guðmundur Friðriksson og Þ.Gunnar Þorkelsson

 

Í dag, þann 27. janúar, er verið að steypa gólfplötu í nýbyggingu Leikskólans Sólvalla. Það er Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar sem annast verkið. Nýbyggingin er 173 fm að stærð og fóru um það bil 25 rúmmetrar af steypu í gólfplötuna.

Golfflöturinn er 173 fm

Gunnar Jóhann Elísson starfsmaður

Almennu umhv.þjónustunnar afgreiðir steypuna

 

Árni Friðjón starfsmaður Trésmiðju Guðm. Friðriks.

 

Nýbyggingunni er m.a. ætlað að hýsa vinnuherbergi starfsfólks og skrifstofu leiksskólastjóra en auk þess verður þar nýr inngangur í skólann. Verklok eru 30. júní 2006. Auk viðbyggingarinnar verður elsti hluti leikskólans endurnýjaður að mestu leyti.

 

Fyrsti hluti leikskólans (músadeild) var byggður árið 1977. Árið 1992 var svo byggð viðbygging (drekadeild) til austurs. Nýjasti hlutinn kemur út frá elsta hlutanum til vesturs.

 

Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan er þetta mikil stækkun á skólanum og verður hann hinn glæsilegasti þegar framkvæmdum hefur verið lokið.

 

Nýbyggingin og eldra húsið

 

Samkvæmt verkáætlun verktakans átti steypu gólfplötu að vera lokið fyrir 1. febrúar nk. og er verkið því á áætlun.