Þáttakendur í víðavangshlaupinu

Síðustu ár hefur verið haldið létt víðavangshlaup á Góðri stund í Grundarfirði, en keppnin í ár var með aðeins breyttu sniði.  Keppt var um fjölmennasta hverfið sem reyndust vera gulir, fámennasta hverfið var græna hverfið, en rauðir mættu ekki til leiks.  Fótfráasta hverfið var gula hverfið og síðan voru veittar viðurkenningar fyrir elsta og yngsta keppandan.  Verðlaun voru fyrir fyrstu 3 sætin og svo skemmtilega vildi til að mæðgur voru í 1 og 2 sæti í kvennaflokki og feðgar í karlaflokki.  Að hlaupi loknu fengu allir svala og prins polo, Grundafjarðarbær bauð í sund og Hrannarbúðin bauð fjölmennasta hverfinu upp á ís í Kósý.  Frjálsíþróttadeild UMFG þakkar öllum sem lögðu til vinninga og aðstoð.

 

KH.