Fyrir nokkrum dögum komu fulltrúar frá Veðurstofu Íslands til Grundarfjarðar til þess að kanna mögulega staðsetningu á sjálfvirkri veðurathugunarstöð til vind- og úrkomumælinga.  Skoðuðu þeir nokkra staði og telja hentugastu staðsetninguna vera á túninu við Grafarbæina.

 

Fyrirhugað er að stöðin verði sett upp á næstu mánuðum.