- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sjálfvirk veðurstöð á vegum Veðurstofu Íslands hefur verið staðsett í Grundarfirði frá árinu 2003.
Veðurstofan tók saman, að beiðni bæjarskrifstofu, nokkrar tölur um veður í Grundarfirði árið 2004.
Meðalhiti var 5,4°C.
Hæsti hiti mældist 24,0°C 11. ágúst.
Lægsti hiti mældist -12,9°C 7. febrúar.
Meðalvindur var 5,6 m/s.
Mesti 10 mín. vindur var 28,2 m/s. 26. desember.
Logn (skilgreint sem < 2 m/s) var 1,5%.
Teiknuð var vindrós sem sýnir ríkjandi vindáttir. Algengengustu áttir eru S, SSA og NA. Þetta er ekkert sem kemur Grundfirðingum á óvart en er áhugavert að sjá sett fram á teikningu.
Einnig var sett upp tafla sem sýnir meðalvindhraða í hverri vindátt. Þar kemur fram að meðalvindhraði er mestur í S og SA áttum en A og V áttir eru mun hægari. Ekki heldur óvæntar niðurstöður.
Samanburður við veðurstöð í Stykkishólmi
Í samanburði við veðurstöð í Stykkishólmi komu hins vegar fram athyglisverðar niðurstöður.
Meðalhiti í Grundarfirði var 5,4°C en 4,9°C í Stykkishólmi.
Meðalvindur í Grundarfirði var 5,6 m/s en 5,7 m/s í Stykkishólmi.
Hafa verður í huga að þessar tölur eru aðeins unnar út frá mælingum árið 2004 og því ekki rétt að draga ályktanir um veður á þessum stöðum umfram árið 2004.