Valin í landsliðið í blaki

Alexandra Björg byrjaði í blaki þegar hún var 10 ára og var deginum ljósara að þetta var hennar íþrótt. Í gengum árin hefur hún staðið sig mjög vel bæði með barnaflokkum og meistaraflokk, og hefur hún mætt á fjölmörg mót með báðum flokkum.  Í sumar var henni boðið að mæta í úrtak fyrir U-17 s.s einum aldursflokki fyrir ofan sig. Við tóku þá þrjár æfingahelgar með hópnum, og Alexandra náði að vera með í tveimur af þrem en hún var stödd erlendis í bekkjarferðalagi þegar þriðja helgin var. Fyrsta helgin var á Neskaupstað í byrjun ágúst og seinni helgin í Mosfellsbæ í lok ágúst. 

Það var síðan á afmælisdaginn hennar þann 3. september sem að hún fékk þær fréttir að hafa verið valin til að keppa fyrir hönd Íslands með landsliðinu. Þegar að það var búið að velja í lokaliðið tóku við æfingar í Reykjavík, Laugarvatni og á Hvammstanga. Um miðjan október fór landsliðið svo til Ikast í Danmörku og kepptu m.a. við Noreg, Danmörku og Finnland. Þær lentu í þriðja sæti á mótinu og komu heim með bronsið. Frábær árangur hjá þeim. 

Grundarfjarðarbær óskar Alexöndru Björg innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og óskar henni góðs gengis með framhaldið, Við megum svo sannarlega vera stolt af því að eiga fulltrúa í landsliði Íslands.