- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Elínborg Sturludóttir hefur verið valin úr hópi fjögurra vel hæfra umsækjenda til að gegna embætti sóknarprests í Grundarfirði frá 1. september 2004. Embættið var auglýst laust fyrr í sumar og sóttu um auk sr. Elínborgar guðfræðingarnir Ingólfur Hartvígsson, Sigríður Rún Tryggvadóttir og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir.
Í umsögn valnefndar kemur fram að Elínborg þykir hafa áunnið sér traust og virðingu sóknarfólks með störfum sínum í prestakallinu síðastliðið ár auk þess að koma helst til greina vegna menntunar sinnar og starfsferils.
Fréttatilkynning frá sóknarnefnd.