Útslegnir ljósastaurar

Eins og íbúar hafa tekið eftir eru útslegnir staurar í götulýsingu einkum í botnlögnum á vestanverðri Grundargötu og á Sæbólinu. Viðgerðir hafa staðið yfir en um var að kenna bilun í rafmagnsskápum, og Rarik hefur unnið að viðgerðum þannig að okkar rafvirkjar geti komið þessu í lag.

Beðist er velvirðingar á óþægindum af þessum ástæðum, vonast er til að viðgerð ljúki fljótt.

VIÐBÓT 12. FEBRÚAR 2025: Viðgerð lokið.