- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Miðvikudaginn 31. maí sl. var útskrift í Leikskólanum Sólvöllum. Í ár eru útskrifaðir 16 nemendur. Athöfnin fór fram í samkomuhúsinu þar sem útskriftarnemendur mættu ásamt foreldrum sínum og öðrum ættingjum. Krakkarnir settu upp hatta sem þau höfðu búið til, foreldrafélagið gaf þeim rós og þeim var afhent ferlimappan sín. Eftir athöfnina í samkomuhúsinu var farið í skrúðgöngu út á Kaffi 59 þar sem flatbökuveisla beið þeirra.
Útskriftarnemendur 2006 |