- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Útskriftarhópurinn frá Grunnskóla Grundarfjarðar vorið 2008 |
Síðatliðinn föstudag var útskrift nemenda grunnskólans haldin við hátíðlega athöfn. Var tekið vel á móti tilvonandi 1. bekkingum auk þess sem útskriftarárgangur 10. bekkjar var leystur út með rósum og gjöfum fyrir nemendur sem stóðu sig vel. Með hæstu einkunn var Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir. Fleiri gjafir voru afhentar en árgangur 1990 færði Félagsmiðstöðinni Eden tæpar 100.000 kr. til nota fyrir starfsemina þar. Eigendur fyrirtækisins Guðmundar Runólfssonar hf.
færðu skólanum stóran skjá sem verður eins konar upplýsingamiðstöð fyrir nemendur. Um leið var Guðmundir Runólfssyni hf. þakkað fyrir myndarlegt framtak á liðnum vetri sem fólst í því að börnin í grunnskólanum fengu ávexti daglega frá fyrirtækinu. Ragnheiði Þórarinsdóttur skólastjóra voru færð blóm fyrir vel unnin störf sem skólastjóri á liðnu skólastjóri en hún leysti Önnu Bergsdóttur af sem var í námsleyfi.
Bæjarstjóri afhendir Guðbjörgu Soffíu Magnúsdóttir viðurkenningu fyrir bestan námsárangur í 10. bekk.