- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag, 21. desember 2023, hafa Ríkiskaup, sem útboðsaðili fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar og Snæfellsbæjar, auglýst útboð sorpmála hjá sveitarfélögunum tveimur (númer útboðs 22152). Verkið er boðið út á EES-svæðinu í samræmi við lög um opinber innkaup.
Óskað er eftir tilboðum í sorphirðu í þéttbýli og dreifbýli og meðhöndlun úrgangs hjá Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ. Fellur þar undir öll hirða úrgangs frá heimilum í þéttbýli og dreifbýli og frá stofnunum sveitarfélaganna, tæming á grenndarstöðvum að hluta ásamt rekstri söfnunarstöðva, flutningi á urðunarstað og ráðstöfun endurvinnsluefna, auk þess sem óskað er eftir tilboðum í gáma- og karaleigu og fleira. Samningstími er fyrirhugaður fimm ár með möguleika á framlengingu samnings um eitt ár.
Verkið skal framkvæma samkvæmt lýsingu í útboðsgögnum og öðrum þeim gögnum sem þar er vísað til, en á vef Ríkiskaupa er hægt að sækja um að fá gögnin afhent frá og með deginum í dag, 21. desember.
Tilboðum skal skilað í síðasta lagi 24. janúar 2024 í gegnum TendDesign, innkaupakerfi Ríkiskaupa, og verða tilboð opnuð sama dag.
Vísað er á auglýsingu og öll gögn tilheyrandi útboðinu, hér á vef Ríkiskaupa.