Vinningshafar í ljósmyndasamkeppni 2024, f.v. Bryndís Guðmundsdóttir, Elín Hróðný Ottósdóttir og Kas…
Vinningshafar í ljósmyndasamkeppni 2024, f.v. Bryndís Guðmundsdóttir, Elín Hróðný Ottósdóttir og Kasia Bajda. Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Ljósmyndasamkeppnin 2024

 

Úrslit úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2024 voru kynnt á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 1. desember sl. en alls bárust 31 mynd í keppnina. Þema keppninnar í ár var „Gleði“ og í myndunum skein í gegn allskonar gleði. Í ár var dómnefndin skipuð fulltrúum úr menningarnefnd, þeim Mörtu Magnúsdóttur og Rakel Birgisdóttur, auk Láru Lind Jakobsdóttur, forstöðumanni bókasafns og menningarmála. 

Í fyrsta sæti var Kasia Bajda, í öðru sæti var Elín Hróðný Ottósdóttir og í þriðja sæti Bryndís Guðmundsdóttir og voru þeim afhent peningaverðlaun, eins og verið hefur síðustu ár.

Menningarnefnd þakkar öllum þeim sem tóku þátt í keppninni í ár og óskar vinningshöfum innilega til hamingju.

Við hlökkum til að fagna nýju ári með nýrri keppni og nýju þema, sem kynnt verður í byrjun árs 2025.

 

Hér fyrir neðan má sjá vinningsmyndirnar. Smellið á hverja mynd til að lesa myndatextann: