Vinningsmynd í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2022
Ljósmyndari - Stefan Wrabetz
Vinningsmynd í Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2022
Ljósmyndari - Stefan Wrabetz

Úrslit úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2022 voru kynnt á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 27. nóvember sl. en alls bárust um 20 myndir í keppnina.

Þema keppninnar í ár var „Lægðin“ og náðu ljósmyndarar að fanga öllu því fallega sem myndast í lægðinni. Það var því vandmeðfarið að meta hverja mynd fyrir sig og rýna í hugsun ljósmyndarans.

Í ár var dómnefndin skipuð, úr menningarnefnd, Mörtu Magnúsdóttur og Rakel Birgisdóttur ásamt gestadómara, sem að þessu sinni var Olga Sædís Aðalsteinsdóttir, fyrrum vinningshafi í ljósmyndasamkeppninni og sérleg áhugakona um ljósmyndun og fegurð í náttúrunni.

Í fyrsta sæti var Stefan Wrabetz með mynd af hafnarsvæðinu, í öðru sæti var Elínborg Þorsteinsdóttir með mynd af öldugangi við Kirkjufell og í þriðja sæti Sverrir Karlsson með mynd af blómi í haustlitum.

Menningarnefnd þakkar öllum þeim sem tóku þátt í keppninni í ár og óskar vinningshöfum innilega til hamingju.

Við hlökkum til að fagna nýju ári með nýrri keppni og nýju þema, sem kynnt verður í byrjun árs 2023.

 

Hér að neðan má sjá mynd af dómnefnd, mynd af vinningshöfum ásamt vinningsmyndunum:

Dómnendin: f.v. Marta Magnúsdóttir, Olga S. Aðalsteinsdóttir og Rakel Birgisdóttir°Vinningshafar Ljósmyndasamkeppninnar 2022. F.v. Sverrir Karlsson, Elínborg Þorsteinsdóttir, Marie Mrusczok, sem tók við verðlaunum fyrir Stefan Wrabetz ásamt Björgu Ágústsdóttur. 

Vinningsmyndin 2022 - Ljósmyndari Stefan Wrabetz Annað sætið - Ljósmyndari Elínborg Þorsteinsdóttir

Þriðja sætið - Ljósmyndari Sverrir Karlsson