- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þann 22. desember nk. verða úrslit úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2021 tilkynnt á rafrænan hátt hér á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.
Þátttakan í keppninni var mjög góð í ár, en alls voru sendar inn rúmlega 50 myndir.
Þema keppninnar í ár var "litagleði". Grundarfjarðarbær skartaði sínum bestu litum í þessari keppni sem glöggt auga ljósmyndaranna náði að festa á filmu.
Í ár var dómnefndin skipuð, úr menningarnefnd, Lindu Maríu Nielsen, varaformanni nefndarinnar, Guðmundi Pálssyni og gestadómara sem að þessu sinni var Bent Marinósson tónlistarkennari í Tónlistarskóla Grundarfjarðar og sérlegur áhugamaður um ljósmyndun.
Valdar hafa verið topp 8 bestu myndirnar sem við birtum hér, en meðal þeirra eru myndirnar sem verma fyrsta, annað og þriðja sætið. Haft verður samband við sigurvegara ljósmyndasamkeppninnar á næstu dögum og þeim færður vinningur fyrir þátttöku sína þann 22. desember.
Við þökkum öllum sem tóku þátt og sendu inn myndir.
Menningarnefnd
Hér að neðan eru 8 efstu myndirnar. Vinsamlega athugið að myndirnar eru ekki í sérstakri röð.