Elísa Björk, Ísabella Ósk og Heiða María vinningshafar í jólagluggaleiknum.
Elísa Björk, Ísabella Ósk og Heiða María vinningshafar í jólagluggaleiknum.

 

Jólagluggar Grundarfjarðarbæjar 

Dregið var úr jólagluggaleiknum 2024, þann 18.desember. Okkur langar að þakka öllum þeim sem að tóku þátt og skiluðu inn útfylltu skjali, en hátt í 50 manns skiluðu inn skjali.  Gaman var að sjá svona marga á vappinu um bæinn að leita að gluggunum.

 

Það voru dregnir út þrír heppnir þátttakendur af handahófi sem voru með alla glugga rétta. 

Vinningshafar eru:

  • Ísabella Ósk Davíðsdóttir
  • Elísa Björk Gunnarsdóttir 
  • Heiða María Árnadóttir

 

Vinningshafar fá 5.000 kr gjafabréf frá Grundarfjarðarbæ sem hægt er að nota í fyrirtækjum bæjarins, blóm og jólanammi.

 

Fjöldi fyrirtækja og stofnanna tóku þátt í að skreyta glugga fyrir leikinn í ár og langar okkur að þakka þeim kærlega fyrir góða þáttöku. Einnig var valin best skreytti glugginn og voru það Hjalti Allan og Lísa hjá Rútuferðum sem fengu verðlaun fyrir afskaplega flottan glugga sem fór varla framhjá neinum. Það var enginn annar en Trölli sem stal jólunum sem prýddi þann glugga. Ásgeir Hjaltason hannaði gluggan hjá Rútuferðum og tók á móti verðlaunum fyrir þeirra hönd. 

  

Endilega fylgist með á Instagram hjá  menning_grundarfirði þegar vinningshafar voru dregnir út  í dag.

Vinningshafar komu á bókasafnið og tóku á móti verðlaununum. Verðlaunin veitti Lára Lind Jakobsdóttir forstöðumaður menningarmála og bókasafns. Við hlökkum til að endurtaka leikinn að ári og halda í hefðina.