Kæru íbúar!
Hér kemur uppfærð staða uppúr kl. 23:00 á sunnudagskvöldi 21. nóvember:
Samkvæmt upplýsingum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands eru 10 íbúar með staðfest smit og grunur um fleiri smit til viðbótar. Um 46 manns voru í sóttkví uppúr hádegi í dag en fjölgaði þegar leið á daginn.
UPPFÆRT KL. 8:50 MÁNUDAG 22. nóvember: Nú eru 11 manns í einangrun, þar af 2 börn á grunnskólaaldri og 63 eru skráð í sóttkví.
Leikskóli:
- Leikskólinn verður lokaður mánudag til miðvikudags. Sjá nánar í frétt í gærkvöldi.
- Flest börnin eru komin í sóttkví, en nokkur börn á drekadeild eru a.m.k. enn um sinn í smitgát.
- Meirihluti starfsfólks er í sóttkví, einn í einangrun.
Grunnskóli, heilsdagsskóli og Eldhamrar:
- Skólinn verður lokaður mánudag 22. nóvember. Nemendur fá skilaboð og mögulega verkefni frá kennurum.
- Heilsdagsskóli og leikskóladeildin Eldhamrar verða sömuleiðis lokuð.
- Eitt smit er staðfest hjá nemanda í 2. bekk. Allir nemendur bekkjarins fóru í sóttkví.
- Viðbót: Smit er einnig staðfest hjá nemanda í 5. bekk. Smitrakning í undirbúningi.
- Grunur er um frekari smit, skv. upplýsingum HVE.
- Börn (sem voru á fimmtudag og föstudag) í heilsdagsskóla fóru í smitgát.
- Nokkrir kennarar og starfsmenn eru komnir í smitgát, en enginn kennari í sóttkví enn.
- Foreldrar fengu skilaboð og símtöl í dag. Frekari upplýsingar koma síðar.
- Staðan verður tekin á mánudag með framhaldið.
Tónlistarskóli
- Kennsla fellur niður mánudag 22. nóv. hjá öllum.
- Vitað er að kennsla mun raskast nokkuð í vikunni, en staðan skýrist á mánudag og frekari skilaboð verða send nemendum og forráðamönnum.
Æfingar UMFG
- Allar æfingar hjá UMFG falla niður út þessa viku, skv. tilkynningu félagsins.
Íþróttahús og heitir pottar
- Íþróttahúsið og heitir pottar verða lokuð mánudag.
- Frekari ákvarðanir teknar mánudag 22. nóv.
Félagsmiðstöðin Eden
- Það er ekki starfsemi á mánudögum.
- Ákvörðun og skilaboð koma síðar.
Bókasafnið, Sögumiðstöðin og félagsstarf á vegum félagasamtaka í húsinu
- UPPFÆRT: Bókasafnið er lokað mánudag 22. nóvember
- Molakaffi og meðlæti, á miðvikudaginn, fellur niður þessa vikuna.
- Grundarfjarðarbær mælist til þess að félagasamtök taki stöðuna á mánudag og ákveði í framhaldinu hvernig þau hagi starfinu í vikunni.
- Sjöa vikunnar, úr myndasafni Bærings, verður á sínum stað á bæjarvefnum :-)
Fjölbrautaskóli Snæfellinga
Þrif og sótthreinsun
- Á mánudag kemur fyrirtæki sem sérhæfir sig í þrifum og sótthreinsar grunnskóla, íþróttahús og tónlistarskóla.
- Síðan verður farið í leikskólann.
Ef einkenni - förum í skimun
- Samkvæmt upplýsingum HVE er búist við mörgum í skimun í fyrramálið, mánudag.
- Skilaboð sóttvarna hjá HVE eru þessi: Ef við finnum fyrir einkennum, þá eigum við umsvifalaust að panta okkur tíma í skimun. Þetta gildir jafnvel þó við séum bólusett.
- Bóka má tíma með því að hringja á heilsugæslustöðina í síma 432-1350 eða fara inná "mínar síður" á heilsuvera.is
- Hér má lesa um hver einkenni Covid-19 eru.
- Ef við höfum spurningar og höfum tök á því, þá er gott að nota netspjallið á covid.is - þannig léttum við álagi af heilsugæslustöðinni sem hefur í nógu að snúast núna.
Samstaða!
Góða vísan: Stillum snertingu í hóf og þvoum okkur oft um hendurnar. Það er einfalt og mjög áhrifaríkt að spritta. Notum grímur og forðumst margmenni!
Staðan er afar viðkvæm núna. Við skulum sýna okkar bestu hliðar og gera allt sem við getum til að hindra útbreiðslu smita, okkar sjálfra vegna og allra hinna.
Með hlýrri kveðju,
Björg, bæjarstjóri