Uppbygging á miðbæjarreit - opinn fundur
Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er sett stefna um uppbyggingu í miðbæ, m.a. á reit sem markast af fjórum lóðum, við Grundargötu 31 og 33 og Hamrahlíð 6 og 8.
Að undangenginni umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd, hefur bæjarstjórn ákveðið að auglýsa lóðirnar fyrir uppbyggingu og er unnið að undirbúningi þess.
Liður í undirbúningnum er fundur með íbúum, eins og
auglýst hefur verið á Facebook-síðu bæjarins. Á fundinum verða hugmyndir um uppbyggingu kynntar og leitað eftir sjónarmiðum íbúa.
Rétt er að taka fram að eigendum húsa í næsta nágrenni hefur samhliða verið boðið í sérstakt samtal og kynningu í vikunni.
Hvar: Samkomuhús Grundarfjarðar, Sólvöllum 3
Hvenær: Miðvikudagurinn 2. apríl
Klukkan: 20:00
Bæjarbúar eru hvattir til að koma og kynna sér málið og láta sína skoðun í ljósi.