- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Stjórn Ungmennafélags Íslands ákvað á fundi sínum laugardaginn 5. desember sl. að auglýsa á ný eftir mótshaldara fyrir Unglingalandsmótið 2010. HSH hafði tekið að sér að halda mótið árið 2009 en því var síðan frestað um eitt ár til 2010 og haldið á Sauðárkróki á þessu ári. Eftir að bæjarráð Grundarfjarðarbæjar ákvað að halda ekki áfram framkvæmdum við lagningu gerviefnis á hlaupa-, stökk- og kastbrautir íþróttavallarins á næsta vori, var staðan endurmetin. Stjórn HSH bauð stjórn UMFÍ að mótið yrði að hluta haldið í Stykkishólmi og að hluta í Grundarfirði, en á það vildi sjtórn UMFÍ ekki fallast. Það eru auðvitað viss vonbrigði að mótið skuli ekki verða haldið í Grundarfirði, en það var talið ófært að halda framkvæmdum áfram við þær efnahagslegu aðstæður sem nú eru.