- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hefja von bráðar hjólasöfnun sína í níunda sinn.
Þrátt fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu þessar vikurnar teljum við mikilvægt að hugsa fram á vorið og vonast til að sem flest börn muni gefast kostur á að hjóla um í náttúrunni í sumar.
Söfnunin stendur yfir til 1. maí og hefjast úthlutanir á hjólum upp úr miðjum apríl.
Hjólin verða gefin börnum og unglingum sem ekki hafa tök á því að kaupa sér reiðhjól.
Ef almenningur vill gefa reiðhjól til söfnunarinnar er þeim bent á að hafa samband við www.barnaheill.is
Sjálfboðaliðar munu gera hjólin upp undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum áður en þau verða afhent.
Verkefnið hefur mjög breiða samfélagslega skírskotun þar sem það eflir þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu.
Þetta er í níunda sinn sem hjólasöfnunin fer fram en hún er unnin í samstarfi við Æskuna barnahreyfingu IOGT, Sorpu og ýmsa aðra velunnara.
Rúmlega 2000 börn hafa notið góðs af hjólasöfnun Barnaheilla frá því að hún var haldin fyrst árið 2012.
Hægt er að fylgjast með verkefninu á Facebook síðu söfnunarinnar
Fyrirspurnir um Hjólasöfnunina eru sendar á hjolasofnun@barnaheill.is
Meðfylgjandi eru umsóknareyðublöð á íslensku og ensku.