Umhverfisvottun Snæfellsness 2023

 

Á dögunum hlutu sveitarfélögin á Snæfellsnesi umhverfisvottun EarthCheck fyrir frammistöðu i umhverfis- og samfélagsmálum 14. árið í röð. Starf umhverfisvottunarinnar er fjölþætt og að því kemur bæði starfsfólk sveitarfélaganna og samstarfsaðilar.

Árlega metur óháður sérfræðingur hvort gögn og starfsemi sveitarfélaganna uppfylli skilyrði endurnýjaðrar vottunar, en kröfurnar sem þarf að uppfylla aukast með ári hverju. Vottunin í ár kemur eftir vinnu að úrbótum á ýmsum sviðum sveitarfélaganna, einkum mengunarvarna. Meira um úttektina má lesa hér.

Það sem tekur við núna er gagnaöflun fyrir næstu úttekt, ýmis samstarfsverkefni með sveitarfélögum og hagsmunaaðilum og áframhaldandi vinna við að gera betur fyrir samfélag og náttúru Snæfellsness.

Til hamingju Snæfellingar!