Landvarðanámskeið 2024

 

Umhverfisstofnun auglýsir landvarðanámskeið 2024. Þátttaka í námskeiðinu veitir réttindi til að starfa sem landvörður, t.a.m. í Snæfellsjökulsþjóðgarði. Þeir sem ljúka landvarðarnámskeiði öðlast rétt til að starfa sem landverðir og ganga þeir að öllu jafna fyrir við ráðningar í störf landvarða. Eftirspurn eftir landvörðum og framboð reyndra landvarða ræður mestu um hve margir nýútskrifaðir fá vinnu. Námskeiðið er því ekki trygging þess að hljóta vinnu á friðlýstum svæðum, en möguleikarnir eru mun meiri.

Landvarðarnámskeiðið fer fram frá 1. febrúar til 3. mars 2024. Námskeiðið mun allt fara fram á námsvef. Þar munu fyrirlestrar, vinnustofur og umræður fara fram en jafnframt munu öll námsgögn verða þar að finna. 

Opnað var fyrir umsóknir 2. janúar 2024. Nánari uppplýsingar gefur Kristín Ósk Jónasdóttir, í síma 591 2000 eða á netfanginu kristinosk@ust.is.

Sótt er um starfið á vef Umhverfisstofnunar.