- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Ungmennafélag Grundarfjarðar óskar eftir að ráða knattspyrnu- og fimleikaþjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Einnig vantar þjálfara til afleysinga í frjálsum íþróttum og í blaki í vetur vegna fæðingarorlofs.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af þjálfun barna og ungmenna og séu menntaðir í uppeldis- eða íþróttafræði.
Markmið þjálfunar hjá yngri flokkum UMFG er að kenna yngri börnunum helstu grunnatriði íþróttagreinanna og stuðla að aukinni hreyfingu og hreyfiþroska. Áhersla er lögð á ánægju og að börnin leggi sig fram við iðkun íþrótta, jafnt sem einstaklingar og þátttakendur í hópum. Stefna félagsins er að einblína ekki um of á keppni í starfi yngri flokkanna en þó mun þátttaka í mótum standa til boða í öllum greinum.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist til formanns UMFG, Ragnars Smára, á netfangið ragnar@roga.is. Hann veitir einnig nánari upplýsingar í síma 867 9447.
Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2015.