- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Aðalsteinn Jósepsson tók við boltunum fyrir hönd UMFG og Grunnskóla Grundarfjarðar. Með honum er hluti af yngri hópi körfuboltaiðkenda hjá UMFG. |
Í upphafi vetrar fékk Ungmennafélag Grundarfjarðar tuttugu körfubolta og Grunnskóli Grundarfjarðar fimm bolta að gjöf frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Allir boltarnir eru plastboltar af gerðinni Spalding og merktir Dominos, sem er aðal styrktaraðili úrvalsdeildar karla og kvenna á Íslandi.
Það var Lára Magnúsdóttir, þjálfari yngri flokka UMFG í körfubolta, sem afhenti Aðalsteini Jósepssyni, forstöðumanni íþróttahúss og formanni meistaraflokks karla í körfuboltahjá UMFG, boltana 25 fyrir hönd Körfuknattleikssambands Íslands.
UMFG og Grunnskóli Grundarfjarðar þakka KKÍ kærlega fyrir þessa frábæru og nytsamlegu gjöf.