- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Um helgina voru tveir Grundfirðingar heiðraðir fyrir framlag sitt til menningarmála.
Fræðslu- og menningarmálanefnd Grundarfjarðarbæjar veitti Dögg Mósesdóttur verðlaunin Helgrindur. Þessi verðlaun eru veitt fyrir óeigingjarnt starf í þágu menningar í Grundarfirði. Dögg er vel að þessum verðlaunum komin því hún hefur staðið fyrir og skipulagt alþjóðlegu kvikmyndahátíðina Northern Wave sem var haldin í annað sinn í ár. Hátíðin dregur að gesti úr öllum heimshornum og vekur ómælda athygli.
Eyrbyggjar – Hollvinasamtök Grundarfjarðar veittu í fyrsta sinn verðlaunin Vitann. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur látið verulega til sín taka í þágu lista, menningar eða annarra framfara í byggðarlaginu. Vitann hlaut Ingi Hans Jónsson fyrir frumkvæði sitt og þrautseigju í uppbyggingu Sögumiðstöðvarinnar og fjölmörgum öðrum verkefnum.
Við óskum Dögg og Inga Hans innilega til hamingju með þessar verðskulduðu viðurkenningar.