Grundvallarmarkmið

 - Að bjóða fram faglegt og metnaðarfullt skólastarf

 - Að efla hæfni, þekkingu og þroska nemenda

 - Að stuðla að öflugu tónlistarlífi Grundfirðinga

 - Að nýta fjármagn á sem skilvirkastan og hagkvæmastan hátt, nemendum og samfélagi til sem mestrar ánægju og framfara.

Þessum markmiðum hyggst skólinn ná með því að:

Nemendur

   Leggja áherslu á að Tónlistarskólinn bjóði upp á vandað og innihaldsríkt nám og gefi sem flestum færi á að kynnast því og iðka tónlist sér til þroska og ánægju

   Koma til móts við þarfir nemenda miðað við þroska og hæfileika hvers og eins

   Glæða áhuga nemenda á tónlist og tónlistariðkun

   Innleiða gildi góðrar ástundunar og halda uppi góðri skólareglu og aga

   Auka þátttöku og virkni foreldra í tónlistarnámi barna sinna

Nánar um leiðir og aðferðir:

§         Gerð verði einstaklingsnámsskrá fyrir hvern nemanda, þar sem markmiðum náms hans er lýst og hverju hann ætti að skila á tilteknum tíma

§         Skólareglur séu skýrar og öllum kunnar, nemendum, foreldrum og starfsfólki.

§         Mætingar nemenda verði skráðar reglubundið, aðvörunarkerfi ef út af bregður og nemendum gefin tækifæri á að bæta sig, annars komi til brottvísun úr skólanum

§         Lögð verði aukin áhersla á samspil, hópavinnu og framkomu nemenda, t.d. á tónleikum

Starfsfólk

   Leggja áherslu á faglega og rekstrarlega ábyrgð skólastjóra. Gæta aðhalds í rekstri og að þjónusta skólans og starfsemi sé með sem skilvirkustum hætti.

   Leggja áherslu á forystuhlutverk kennarans í námi nemandans.

   Leggja áherslu á frumkvæði starfsmanna og nýbreytni í innra starfi. Sífellt sé í gangi mat á innra starfi skólans.

   Skapa jákvætt hugarfar.

   Viðhalda góðu samstarfi við foreldra/heimili nemenda

Nánar um leiðir og aðferðir:

§         Fræðslunefnd og skólastjóri hafi náið samráð um megináherslur í starfi skólans og rekstri. Fræðslunefnd hvetji til virkni kennara í skipulagi skólastarfs og veiti stuðning við þróun þess, og veiti skólanum einnig það aðhald sem ætlast er til af nefndinni

§         Stuðlað sé að samvinnu kennara og auknum samskiptum þeirra og annarra stofnana og starfsmanna bæjarins

§         Samstarf við heimili (sjá neðar).

Samskipti heimila og skóla

   Koma á og viðhalda góðu sambandi skóla og heimila, auk annarra sem koma að uppeldi og menntun og efla virk samskipti foreldra og starfsfólks.

   Að veita foreldrum sem gleggstar upplýsingar um skólastarfið.

   Að veita almenna tónlistarfræðslu.

Nánar um leiðir og aðferðir

Til að ná fram auknum samskiptum foreldra og skólans og ná fram virkni og eftirfylgni foreldra, viljum við:

§         Kynna sérstaklega fyrir foreldrum stefnumótun skólans, skyldur og ábyrgð skólans og kröfur til nemenda/foreldra.

§         Kynna sérstaklega fyrir foreldrum kröfur nýrrar námsskrár, flokkun náms og markmið með námi nemandans.

§         Að foreldrar mæti tvisvar á önn í tíma með barni sínu (á grunnsk.aldri), í annað skiptið við skráningu í skólann.

§         Taka upp kvittanabækur, skilaboð frá skóla færð í bók nemandans, s.s. um hvað sé sett fyrir næsta tíma o.fl.

§         Tilkynna foreldrum afdráttarlaust ef nemandi mætir ekki í tíma, og ef ástundun nemanda verður óviðunandi.

§         Stuðla að því að komið verði á fót foreldrafélagi Tónlistarskólans.

§         Koma á meiri umfjöllun og kynningu á starfsemi skólans.

Samvinna í bæjarfélaginu

   Styrkja samvinnu og tengingu við hina skóla bæjarins, kirkju, fyrirtæki og félagasamtök

   Við Grunnskólann verði boðið upp á kennslu á vegum Tónlistarskólans í yngstu aldurshópunum.

Nánar um leiðir og aðferðir;

§         þessu viljum við m.a. ná fram með því að leggja aukna áherslu á að nemendur Tónlistarskólans komi fram á stærri og minni tónleikum eða viðburðum, s.s. á vegum grunnskóla (bekkjakvöld, nemendaskemmtanir, árshátíð), kirkjunnar og annarra aðila, auk þess í stofnunum bæjarins s.s. í leikskóla.

Aðstaða

   Húsnæði, námsgögn, kennslutæki og búnaður svari kröfum tímans svo öllum líði vel í skólanum, nemendum og starfsfólki.