Skólatónleikar Tónlistarskólans, þarna haldnir í sal Grunnskólans. Mynd úr safni Bærings Cecilssonar…
Skólatónleikar Tónlistarskólans, þarna haldnir í sal Grunnskólans. Mynd úr safni Bærings Cecilssonar.

50 ára afmæli Tónlistarskólans 

Í dag, 15. janúar 2025, eru 50 ár síðan Tónlistarskóli Grundarfjarðar var stofnsettur. 

Haldið verður uppá þessi merku tímamót síðar og verða hátíðarhöld þá auglýst nánar.

Í tilefni dagsins voru teknar saman nokkrar gamlar myndir úr starfsemi Tónlistarskólans.  

Myndirnar má finna hér á Facebook-síðu Grundarfjarðarbæjar

Til hamingju með 50 árin og til hamingju allir nemendur, kennarar og velunnarar skólans, fyrr og nú!
 
Tónlistarskólinn 50 ára