Tónlistarkennari óskast

Tónlistarskóli Grundarfjarðar auglýsir eftir gítarkennara í 50-70% starfshlutfall.

Tónlistarskóli Grundarfjarðar er vel útbúinn skóli og er innangengt í grunnskólann. Miklar breytingar eru áætlaðar á húsnæði skólans í sumar til heilla fyrir nemendur og kennara. Við skólann starfar lítill en öflugur kennarahópur sem leggur áherslu á samspil af ýmsu tagi, fjölbreytni og framþróun í kennsluháttum.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og sveigjanleika í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • ·Kennsla á gítar og bassa
  • Möguleiki á kennslu í tónfræðigreinum og samspili

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í tónlist æskilegt eða tónlistarnám sem nýtist í starfi
  • ·Reynsla af kennslustörfum og meðleik æskileg
  • ·Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • ·Frumkvæði í starfi og metnaður fyrir kennslu nemenda á öllum aldri og öllum námsstigum.
  • ·Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 25. júní 2024

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags (FT eða FÍH). Umsókn berist í tölvupósti á netfanginu lindam@gfb.is eða sigurdur@gfb.is 
Umsókn skal fylgja ferilskrá þar sem fram kemur menntun og starfsferill, meðmælendur og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri í netfanginu lindam@gfb.is