Síðastliðinn miðvikudag 26. mars fóru 11 nemendur úr Tónlistarskólanum ásamt 2 kennurum til þess að taka þátt í “Tón-vest-tónleikum”.  Þessir tónleikar eru haldnir síðasta miðvikudag í marsmánuði ár hvert og taka þátt í þeim nemendur úr öllum tónlistarskólum á Vesturlandi  Að þessu sinni voru þeir haldnir í Dalabúð í Búðardal. 

Á tónleikunum voru nemendur á öllum aldri sem spiluðu á hin ýmsu hljóðfæri.  Okkar nemendur stóðu sig  með mikilli prýði. Í lok tónleikana spiluðu svo saman 20-30 nemendur úr öllum tónlistarskólunum þjóðlagið “Senn er komið sólarlag” sem var mjög tilkomumikið.   Á eftir var öllum flytjendum boðið upp á glæsilegt hlaðborð og að síðustu var lagt af stað heimleiðis allir ánægðir og saddir.

 

Það er mjög gaman og lærdómsríkt að hitta aðra nemendur og kennara úr hinum tónlistarskólunum, sérstaklega til þess að sjá og heyra hvað verið er að gera á hverjum stað.  Það má geta þess að þessir tónleikar hafa verið haldnir frá árinu 1993 og árið 1999 vorum við gestgjafar.