Boðið verður upp á Tólf spora hópastarf í Grundarfjarðarkirkju í vetur. Starfið hefst föstudaginn 22. október  kl. 18-21 með samveru í Grundarfjarðarkirkju.  Síðan verður sameiginlegur kvöldverður (kostar 300 kr.) og að því loknu verður byrjað að fara yfir kynningarefni og haldið áfram á laugardeginum kl. 9:30.

 

 Farið verður yfir hvernig unnið er í Tólf sporunum þannig að fólk geti áttað sig á hvort þessi vinna henti því og hvort það vilji vera með í "ferðalaginu".

 

Til að taka þátt í Tólf spora starfinu þarf ekki að hafa nein skilgreind vandamál, fíkn eða slíkt, heldur einungis löngun til að auka lífsgæði á félagslega og tilfinningalega sviðinu. Nánari upplýsingar fást hér.

 

Sóknarprestur