TJALDSVÆÐI GRUNDARFJARÐAR

Tjaldsvæðið okkar nýtur sívaxandi vinsælda. Frá maí-september 2023 komu tæplega 5500 gestir á tjaldsvæðið, frá fjölmörgum þjóðlöndum. Svæðið er innanbæjar, í nágrenni sundlaugar og íþróttahúss. Hér má sjá upplýsingar um tjaldsvæðið.

Sumarstarf á tjaldsvæðinu felst í að innheimta tjaldsvæðisgjöld, þrífa og halda tjaldsvæðinu snyrtilegu og eiga almenn og góð samskipti við gesti okkar. Þetta er ekta starf fyrir þau sem elska að segja frá og spjalla við allskonar skemmtilegt fólk og vera fulltrúi fyrir bæinn okkar! 

Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri, hafa getu til að vinna sjálfstætt, góða hæfni í mannlegum samskiptum og góða tungumálakunnáttu.

Starfstímabil er frá síðari hluta maímánaðar til loka ágúst eða byrjun september. Vinnutími er breytilegur og um hlutastarf er að ræða, sem passar með öðrum störfum sem hér má velja úr.

Sækja um