- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Aðsókn í Sögumiðstöðina í Grundarfirði hefur slegið öll met í sumar og síðastliðinn föstudag kom tíuþúsundasti gesturinn í hús. Það var Katrin Hofstetter frá Kempten í Bæjaralandi í Þýskalandi. Hún var á ferðalagi um Ísland ásamt manni sínum Maximilian Kahrs. Í tveggja vikna ferðalagi, kusu þau að verja einni viku á Snæfellsnesi, ferðuðust með rútum og nutu þess að gefa sér góðan tíma á hverjum stað. Í Grundarfirði voru þau í þrjá daga og gistu í íbúð á vegum Farfuglaheimilisins, fóru í gönguferðir, m.a. í kringum Kirkjufell og voru alsæl með dvölina. Það vekur nokkra athygli að aukninginn deyfist nokkuð jafn yfir sumarið og er áþekk meðal erlendra gesta og Íslendinga.