- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt að veita tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af tilteknum lóðum fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði Bæjarstjórn hefur jafnframt samþykkt að lækka helstu flokka gatnagerðargjalda í gjaldskrá.
|
Tímabundinn 50% afsláttur gatnagerðargjalda Afslátturinn gildir tímabilið 1. mars til 31. ágúst 2020. Þær lóðir sem afslátturinn gildir um eru eftirfarandi: Íbúðarlóðir: Fellabrekka 1, 5, 7 og 9, Fellasneið 3, Grundargata 63, 82 og 90, Hellnafell 1, Hlíðarvegur 7 og Ölkelduvegur 17, 19, 23, 29 og 31. Iðnaðar- og athafnalóðir: Ártún 18 og Hjallatún: metralóðir, sjá nánar í skilmálum. Lágmarksgjald skv. gjaldskrá gatnagerðargjalda er aftengt á tímabilinu, en hámarksgjald helst óbreytt. Lóðaúthlutun og framkvæmdir fara eftir nánari skilmálum sem bæjarstjórn hefur samþykkt. Skilmálar um tímabundinn afslátt á gatnagerðargjöldum Lækkun gatnagerðargjalda Bæjarstjórn hefur samþykkt lækkun á helstu flokkum gatnagerðargjalda í gjaldskrá. Gatnagerðargjald vegna einbýlishúss fer úr 9% í 8%, par- og raðhúss úr 8,5% í 7% og fjölbýlishúss úr 7% í 6%. Fyrrgreindur tímabundinn afsláttur er reiknaður af hinu lækkaða gjaldi, skv. gjaldskrá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar |