Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum 12. desember 2024 að endurnýja skilmála um tímabundinn 50% afslátt af gatnagerðargjöldum af tilteknum eldri íbúðarlóðum. Afslátturinn gildir frá 1. janúar til 31. desember 2025.

Í gildi hafa verið skilmálar um 50% afslátt gatnagerðargjalda af eldri íbúðarlóðum og stökum atvinnulóðum. Engar atvinnulóðir eru nú eftir sem fást með afslætti gatnagerðargjalda. Á síðasta ári var úthlutað lóðum undir 12 íbúðir með afslætti gatnagerðargjalda á eldri lóðum og síðan 2017 hefur verið úthlutað lóðum undir nærri 30 íbúðir, yfirleitt með um 50% afslætti, skv. samþykktum sem í gildi hafa verið um afslætti gatnagerðargjalda af eldri lóðum. 

Hér má sjá skilmála um tímabundinn afslátt gatnagerðargjalda fyrir árið 2025.

Afslátturinn gildir vegna nýbyggingar íbúðarhúsnæðis á eftirtöldum, eldri íbúðarlóðum:

  • Grundargata 63  -  1440 m2  
  • Fellabrekka 1  -  726 m2
  • Hellnafell 1  -  799 m2
  • Ölkelduvegur 17  -  1161 m2, breyting skv. tillögu um deiliskipulag Ölkeldudals
  • Fellasneið 5  -  649 m2
  • Fellasneið 7  -  624 m2

Sjá ofangreindar lóðir á kortasjá Grundarfjarðarbæjar.  

Lágmarksgjald skv. gjaldskrá gatnagerðargjalda er aftengt á tímabilinu, en hámarksgjald helst óbreytt.

Lóðaúthlutun og framkvæmdir fara eftir nánari skilmálum sem bæjarstjórn hefur samþykkt.

Hér má finna frekari upplýsingar um lausar lóðir, umsóknareyðublað og fleira.