Almennur kynningarfundur í Grunnskóla Grundarfjarðar 

 

Grundarfjarðarbær boðar til almenns kynningarfundar um tillögu að aðalskipulagi fyrir dreifbýli Grundarfjarðarbæjar. Um er að ræða kynningu á drögum að nýju aðalskipulagi sem unnið hefur verið að undanfarið en gert er ráð fyrir að þetta nýja aðalskipulag gildi til ársins 2015. Fundurinn verður haldinn í Grunnskóla Grundarfjarðar þriðjudaginn 9. maí n.k. kl. 20:30.

Á fundinn mæta þær Erla Bryndís Kristjánsdóttir og Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir frá Teiknistofunni Eik. Fyrirliggjandi tillögur verða kynntar og fyrirspurnum svarað en einnig verður hægt að gera skriflegar athugasemdir á fundinum.

Fundurinn er öllum opinn, en íbúar dreifbýlis og þeir sem telja sig eiga hagsmun aað gæta varðandi tillöguna eru sérstaklega hvattir til að sækja fundinn. Íbúar Grundarfjarðarbæjar eru hvattir til þess að kynna sér fyrirliggjandi tillögur hér á vefnum.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi