Mynd frá malbikun á Grundargötu 2021: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd frá malbikun á Grundargötu 2021: Tómas Freyr Kristjánsson

Malbikunarviðgerðir! 

 

Vegna viðgerða og malbikunar, á vegum Grundarfjarðarbæjar og Veitna ohf., verða eftirfarandi lokanir og þrengingar á einstökum stöðum í götum: 

  • Ölkelduvegur 29-37: frá þriðjudeginum 24.9 til og með miðvikudagsins 25.9
  • Eyrarvegur/Fagurhóll, við kirkjuna: frá þriðjudeginum 24.9 til og með miðvikudagsins 25.9, akfært öðrum megin (einbreitt) en gatan ekki lokuð. 
  • Botnlangi við Grundargötu 62-70: frá miðvikudagsmorgni 25.9 og fram eftir degi
  • Botnlangi við Grundargötu 84-88: frá miðvikudagsmorgni 25.9 og fram eftir degi
  • Botnlangi við Grundargötu 92-98: frá miðvikudagsmorgni 25.9 og fram eftir degi
  • Vegurinn niður að tónlistarskóla og líkamsrækt: seinni part þriðjudags 24.9 og fram eftir degi á miðvikudag 25.9
  • Efra bílaplan, framan við Hrannarstíg 18: seinni part þriðjudags 24.9 og fram eftir degi á miðvikudag 25.9

Sama dag mun fyrirtæki á vegum Mílu ehf. einnig vera að störfum við frágang í götum eftir lagningu ljósleiðara, t.d. við Hrannarstíg 10. Einhverjar lokanir gætu orðið vegna þess. 

Fyrirfram þakkir til íbúa fyrir að sýna tillitssemi vegna viðgerðanna.