RARIK fyrirhugar að leggja háspennustreng frá nýja tengivirki Landsnets sem er rétt ofan við iðnaðarsvæðið og skammt frá Kverná að spennistöð við Borgarbraut 2b (neðan við Arion banka húsið).

Leiðin sem farin verður er sjávarmegin í Grundargötunni undir gangstétt, sem verður fjarlægð 

og ný steypt að loknu verki.

Vinna við skurðgröft í Grundargötu hefst mánudaginn 6. nóvember og er þess vænst að framkvæmdum verði að mestu lokið 10. nóvember.

Fyrirhugað er að beina umferð frá vinnusvæði á meðan vélar eru við vinnu í götunni, en götunni verður ekki lokað. Þetta verður gert í samráði við Lögreglu og Vegagerð.

Gert er ráð fyrir að settar verði göngubrýr yfir skurðinn meðan hann er opinn, jafnframt er gert ráð fyrir að verkið verði unnið þannig að skurðurinn verði sem styðst opinn til þess að lágmarka ónæði fyrir íbúa.

 

Alm Umhverfisþjónustan ehf. sér um framkvæmd verksins.

Um leið og beðist er velvirðingar á ónæði sem verk þetta hefur óhjákvæmilega í för með sér, er beðið um góðan skilning á framkvæmdinni.