- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Tilkynning vegna óverulegrar breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnarsvæðis vestan Kvernár í Grundarfirði.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti þann 20. október sl. óverulega breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár, vegna breytinga á lóð nr. 4 við Ártún, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br.
Deiliskipulagsbreytingin fyrir Ártún 4 felst í niðurfellingu á skilmála um bundna byggingarlínu, færslu á byggingarreit til austurs og lengingu til suðurs, breytingu á hámarksvegghæð úr 3,3 - 4,95 metrum í 5,4 metra og niðurfellingu á skilmálum um lágmarksþakhalla og 5% lágmarks gluggaþekju á norðurhlið.
Tillagan var grenndarkynnt í fjórar vikur, frá 5. október s.l. til 2. nóvember s.l., fyrir lóðarhöfum við Ártún 1, 2, 3, 5 og 6 í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á kynningartíma bárust engar athugasemdir við tillöguna.
Samþykktur deiliskipulagsuppdráttur hefur verið sendur til yfirferðar Skipulagstofnunar og verður auglýstur í B - deild Stjórnartíðinda á næstu dögum.
Sjá uppdrátt hér að neðan: