- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag, miðvikudaginn 16. júní, voru opnuð tilboð í viðbyggingu Leikskólans Sólvalla ásamt breytingum á eldra húsnæði og tilheyrandi lóðarframkvæmdum. Eitt tilboð barst, frá Trésmiðju Guðmundar Friðrikssonar í Grundarfirði og hljóðar upp á tæpar 50,5 millj. kr. Kostnaðaráætlun hönnuða var tæpar 39,3 millj. kr.
Eftir á að yfirfara tilboðið.
Viðbyggingin er um 170 m2 og breytingar verða gerðar á um 170 m2 af eldri hluta leikskólans. Ennfremur frágangur lóðar og girðingar.
Framkvæmdatími verksins er frá júlí 2005 til og með júní 2006.