Á fundi bæjarstjórnar í dag var samþykkt við síðari umræðu þriggja ára áætlun bæjarsjóðs og stofnana bæjarins.

 

Áætlunin er unnin í framhaldi af gerð fjárhagsáætlunar ársins 2003 sem samþykkt var á fundi bæjarsjórnar þann 16. janúar sl.

Í fjárhagsáætlun ársins 2003 er gert ráð fyrir að skatttekjur bæjarsjóðs verði 264,2 millj. kr. og þjónustu- og eignatekjur verði 42,9 millj. kr., samtals 307,1 millj. kr. í heildartekjur.

Kostnaður við rekstur málaflokka er áætlaður 258,3 millj. kr. (fjármagnskostnaður 8,2 millj. kr. meðtalinn) en þar við bætist ,,innri húsaleiga” upp á 38,4 millj. kr.

Sú leiga er til komin vegna nýrra bókhaldsreglna sveitarfélaga sem leiddu til þess að stofnaður var sérstakur eignasjóður utan um allar fasteignir sveitarfélagsins og sá sjóður rukkar síðan hverja stofnun um húsaleigu mánaðarlega. Þannig borgar grunnskólinn t.d. 23,5 millj. kr. í húsaleigu árið 2003.

Breytingin var m.a. gerð til að draga betur fram raunverulegan kostnað við reksturinn, þannig að t.d. sjáist hvaða kostnaður fylgi hverri fasteign og að sá kostnaður skrifist á viðkomandi stofnun.

 

Meira um fjárhagsáætlun og helstu stærðir síðar.