- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þrettándinn 2024
Jólin voru kvödd á þrettándanum, en þann 6. janúar sl. hittust íbúar og aðrir gestir í Þríhyrningnum og gæddu sér á góðu kakói og smákökum sem 9. bekkur sá um fyrir okkur. Kveikt var upp í stæðilegu báli sem hann Gunni múr sá um og margir notuðu tækifærið til að grilla sér sykurpúða. Jólasveinninn kíkti á krakkana áður en hann hélt aftur til fjalla og skólakór grunnskólans, í stjórn Grétu Sigurðardóttur, tók nokkur vel valin lög. Samverustundin endaði síðan á rosalega flottri flugeldasýningu frá Björgunarsveitinni Klakk, en sýningin var í boði sveitarinnar, Grundarfjarðarbæjar, G.Run, FISK, Kaffi 59 og einstaklinga í bænum.
Mæting var mjög góð og vel tókst til við að kveðja jólin með góðri samverustund við eld, söng og ljósadýrð. Við þökkum öllum innilega fyrir hjálpina sem komu að viðburðinum og öllum fyrir komuna.
Fleiri myndir má sjá hér á Facebook síðu Grundarfjarðarbæjar