Þorsteinn Steinsson hefur tekið til starfa sem bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Forseti bæjarstjórnar, Eyþór Garðarsson, færði Þorsteini blómvönd fyrir hönd bæjarstjórnarinnar. Þorsteinn tekur við af Birni Steinari Pálmasyni sem starfaði sem bæjarstjóri í fjögur ár. Síðastliðin sextán ár hefur Þorsteinn gegnt starfi sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps.
Við bjóðum Þorstein velkominn til starfa.