- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þorrablót í Leikskólanum Sólvöllum var haldið miðvikudaginn 7. febrúar sl. Í byrjun var skemmtun í samkomuhúsinu þar sem nemendur skemmtu gestum með leik og söng. Nemendur hafa verið að kynna sér muni frá fyrri hluta síðustu aldar og voru búin að raða þeim upp til þess að sýna þorrablótsgestum. Nefndu þau þáttinn innlit í liðinn tíma. Eftir skemmtunina í samkomuhúsinu var öllum boðið upp á þorramat í leikskólanum. Fjöldi foreldra mætti og tók þátt í Þorrablótinu með börnunum.