Á bæjarvef Grundarfjarðarbæjar eru svokallaðar "gular síður". Það er sérstakur vettvangur eða svæði til að kynna fyrirtækin í bænum, ef þau vilja nýta sér það. Fyrirtækjum í Grundarfirði býðst að koma upplýsingum um sitt fyrirtæki inná gulu síðurnar.

Hægt er að skrá sitt fyrirtæki með því að fara inn á eftirfarandi vefslóð, þar sem settar eru inn helstu upplýsingar um fyrirtækið ásamt kennimerki (lógó), hér:

www.grundarfjordur.is/is/mannlif/atvinnulif/upplysingar-um-fyrirtaeki

Með þessu framtaki viljum við styðja við fyrirtæki og þjónustu í bænum, m.a.:

  • auka sýnileika þeirra
  • auðvelda leit að þjónustu í bænum fyrir bæjarbúa sem og utanaðkomandi
  • aðstoða þau fyrirtæki sem vilja vera sýnilegri fyrir mögulegum fjárfestum eða samstarfsaðilum
  • gera fyrirtækin vænlegri til leitar á netinu, m.a. á leitarvélum

Fyrir nánari upplýsingar og aðstoð, eða ef þú hefur ábendingar um eitthvað sem betur má fara, endilega hafið samband við okkur í síma 430-8500 á opnunartíma Ráðhúss kl: 10:00-14:00 eða sendið póst á grundarfjordur@grundarfjordur.is