- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Dagana 28. júní -11. júlí verður hljómsveitin Narodna Musika á hljómleikaferðalagi um landið. Sveitin er skipuð valinkunnum hljóðfæraleikurum frá Búlgaríu, Svíþjóð og Íslandi. Efnisskráin er samansett af búlgörskum þjóðlögum í eldfjörugum tempóum. Forsprakki verkefnisins er hinn rómaði
klarinettuleikari Haukur Gröndal en með honum leika harmonikkusnillingurinn Borislav Zgurovski, tambouraleikarinn Enis Ahmed, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og slagverksleikarinn Erik Qvick. Enginn áhugamaður um tónlist ætti að láta þetta tækifæri ónotað. Tónleikarnir verða í Krákunni, sunnudagskvöldið 8. júlí kl. 21.30.