- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag, 14. júlí er þjóðhátíðardagur Frakka. Eins og flestum er kunnugt er Grundarfjarðarbær í vinabæjarsamskiptum við franskan bæ, Paimpol á Bretagneskaga. Grundarfjarðarbær óskar Frökkum til hamingju með daginn!
Í morgun komu hjón frá Frakklandi í heimsókn í Sögumiðstöðina og voru afar ánægð með að sjá franska fánann á lofti. Þau eru að koma til landsins í annað skipti á 6 árum og þykir mikið til lands og þjóðar koma.