Mynd af vef Snæfellsbæjar, www.snb.is
Mynd af vef Snæfellsbæjar, www.snb.is

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, hefur óskað eftir tilboðum í verkið: "Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi – Byggingarútboð".

Verkið felst í uppbyggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar sem hýsa mun fjölbreytta starfsemi Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, á Hellissandi.

Helstu stærðir eru:
Brúttó flötur byggingar: 698 m²
Brúttó rúmmál: 2.400 m³,
Steinsteypa: 400 m³
Stálvirki: 24.000 kg.
Timburklæðning útveggja: 850 m²
Fyllingar: 1.200 m³

Upplýsingar um framkvæmdina og fleira má finna á útboðsvefnum, sjá hér.

Skilafrestur er til 5. maí nk. hyggist verktakar sækja um framkvæmdina.