- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skemmtiferðaskipið Funchal kom til hafnar í morgun kl. 08:00. Skipið verður hér í allan dag og fer kl. 20:00. Farþegar skipsins eru um 450, flestir frá Hollandi.
Þétt skipað í höfninni í morgun. Auk skemmtiferðaskipsins má sjá Helga SH, Harðbak EA og Hring SH. |
Dagskrá dagsins er eftirfarandi:
14:00 - göngutúr að Kirkjufellsfossi
14:30 - bæjarrölt
15:30 - fótbolti – heimamenn og áhöfn
16.00 - sögustund með Sigurborgu Kristínu í sögumiðstöðinni
17:00 - tónleikar í krikjunni með Sylvíu, Mána og Axel
17:30 - kveðjuathöfn við höfnina.
Grundfirðingar eru hvattir til þess að taka þátt í dagskrárliðum og mæta á höfnina til þess að kveðja farþega og áhöfn!