- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Við Samkomuhúsið, Sólvöllum 3, í Grundarfirði er búið að mála "takk-vegg".
Um þessar mundir er verið að mála slíka veggi víða um land, en það er hluti af hvatningarátakinu "Takk fyrir að vera til fyrirmyndar". Taktu myndir af þér og þínum og deildu á Instagram og Facebook undir merkjunum @tilfyrirmyndar og #tilfyrirmyndar, eða sendu sem einkaskilaboð, með þeirri þakklætiskveðju sem þú kýst.
Við vegginn getur þú haft grundfirsk fjöll í baksýn, annað hvort Kirkjufellið okkar - sem er orðið "rokkstjarna" meðal íslenskra fjalla - Mýrarhyrnuna, með Mýrarkerlingunni, Kerlingartinda, Hreggnasa, Kaldnasa og Helgrindurnar frægu.
Um hvatningarátakið segir:
"Fyrir 40 árum stigum við Íslendingar framfaraskref á heimsmælikvarða og vorum til fyrirmyndar með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, frú Vigdísi Finnbogadóttur.
Á þessum tímamótum er verðugt að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem við teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt."
Sjá nánar á síðunni https://www.tilfyrirmyndar.is/