- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Grundarfjarðarbær, Eyja- og Miklaholtshreppur, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær auglýsa nýtt og spennandi starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfismála.
Leitað er að kraftmiklum leiðtoga til að stýra nýju sviði og leiða þróun umhverfis-, skipulags- og byggingarmála og yfirstjórn verklegra framkvæmda í samstarfi fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi.
Sviðsstjóri fer fyrir teymi góðs hóps starfsfólks sem fer með skipulags- og byggingarmál, verklegar framkvæmdir, eignaumsjón og önnur áhugaverð umhverfisverkefni og stjórnsýslu málaflokksins hjá samstarfssveitarfélögunum. Í framhaldi af ráðningu sviðsstjóra verður auglýst eftir skipulagsfulltrúa, sem annast mun skipulagsmálefni sveitarfélaganna og vinnur að öðrum umhverfisverkefnum með sviðsstjóra. Þeim til aðstoðar verða tveir starfsmenn í samtals einu stöðugildi. Undir sviðsstjóra heyra ennfremur starfsmenn í áhaldahúsi og eignaumsjón Grundarfjarðarbæjar og Þjónustumiðstöð Stykkishólmsbæjar, auk þess sem sambærileg verkefni hjá Eyja- og Miklaholtshreppi og Helgafellssveit heyra undir sviðið.
Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk. og er sótt um í gegnum alfred.is
Vertu með í spennandi uppbyggingu í einstöku umhverfi á Snæfellsnesi!