Mynd 20. febrúar 2025, Skessuhorn.
Mynd 20. febrúar 2025, Skessuhorn.

 

Sveitarfélögin á Vesturlandi kalla eftir aðgerðum vegna neyðarástands í vegamálum 

 

Sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sendu í gær, 20. febrúar 2025, bréf til forsætisráðherra vegna þess neyðarástands sem hefur verið í vegamálum undanfarið.  Í erindinu kemur er óskað eftir fundi sem fyrst með forsætisráðherra og viðkomandi fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda. Jafnframt er lögð áhersla á að ástand veganna valdi ekki skerðingu á atvinnu- og mannlífi á svæðinu. 

Erindið til forsætisráðherra má lesa hér:  Vesturland erindi til ríkisstjórnar

Á fjölmennum, opnum fundi Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í Borgarnesi í gærkvöldi, fengu fulltrúar sveitarfélaganna og SSV tækifæri til að fylgja erindinu eftir. Myndin er tekin við það tækifæri.   

Sjá nánar á vef SSV