Grundarfjarðarbær óskar eftir 2 starfsmönnum í sundlaug Grundarfjarðar í sumar. Starfsfólkið skiptir með sér vöktum. Auk fastra starfsmanna er óskað eftir 1-2 til afleysinga í sumar.

 

Starfsfólk við sundlaugargæslu þarf að gangast undir svonefnt hæfnispróf sundstaða skv. reglum um öryggi á sundstöðum, en meðal prófatriða eru björgunarsund og kafsund, auk þess sem starfsfólk þarf að sækja skyndihjálparnámskeið.

 
Laun skv. kjarasamningi SDS. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi miðvikudaginn 12. maí á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð til útprentunar á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is undir Stjórnsýsla - Eyðublöð.
 
Nánari upplýsingar er hægt að fá á bæjarskrifstofunni í síma 430 8500 og hjá húsverði í síma 430 8550.